Umsókn í Listvinafélagið

gestir_800

Vilt þú gerast listvinur og styðja með því mikilvægt listastarf Listvinafélagsins?

Allir listunnendur geta orðið félagar, hvar á landinu sem þeir búa.

Vinsamlega sendu tölvupóst á [email protected], með nafni, heimilisfangi, kennitölu og netfangi.

Árgjald: 9000 kr.

Afsláttarverð: 6.500 kr. (67 ára + og nemendur yngri en 26 ára)

Árgjald hjóna: 7.500 kr. á mann.

Listvinir fá afslátt á tónleika Listvinafélagsins, sem auglýstur er hverju sinni og einnig fá listvinir, sem greitt hafa árgjöld sín, félagsskírteini, en gegn framvísun þess fá listvinir afslátt hjá nokkrum völdum fyrirtækjum.

FÉLAGSSKÍRTEINI Listvinafélagsins veitir afslátt hjá eftirtöldum fyrirtækjum:

12 TÓNAR Skólavörðustíg 15, 101 R -15 %
Blómagallerí Hagamel 67, 107 R -10 %
Blómasmiðja Ómars Laugavegi 15, 101 R -15%
Blómaval og Húsasmiðjan um allt land -10 %
Kirkjuhúsið Katrínartúní 4, 105 R -10 %
Hraði fatahreinsun Ægissíðu 110, 107 R – 20 %
Efnalaugin Björg Háaleitisbraut 58-60 – 20 %
Hljóðfærahúsið Síðumúla 20, 108 Reykjavík – 10% afsl. af vöruúttekt skv. samkomulagi
Tónabúðin, Glerárgötu 30, 600 Akureyri -10% afsl. af vöruúttekt skv. samkomulagi

Öll miðasala á viðburði félagsins fer fram á TIX.IS, sími 551 3800. Miðasala fer einnig fram í miðasölu Hörpu fyrir þá viðburði sem þar fara fram- harpa.is- sími 528 5050 og við innganginn 1 klst. fyrir tónleika, ef um kirkjutónleika er að ræða.

Listvinafélagið í Reykjavík
Netfang: [email protected]
Heimasíða: www.listvinafelag.is
Sími 696 2849