Orgel, saxófónn og orðasalat: Háleynilegt prógramm á fimmtudaginn!

Orgelverk eftir konur, frönsk músík og íslenskur tónlistararfur í þessari viku á Orgelsumrinu
05/07/2016
Katelyn Emerson, nýkrýndur sigurvegari í stórri, bandarískri orgelkeppni leikur í Hallgrímskirkju
12/07/2016

Orgel, saxófónn og orðasalat: Háleynilegt prógramm á fimmtudaginn!

Organistinn uppátækjasami, Lára Bryndís Eggertsdóttir, heldur tónleika á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 14. júlí ásamt danska saxófónleikaranum Dorthe Højland. Lára, sem hefur verið búsett í Danmörku undanfarin ár og gegnir nú um stundir stöðu organista við Sønderbro kirke í Horsens, er með öllu ófáanleg til að láta nokkuð uppi um efnisskrá þeirra!

Lára segir að í stað hefðbundinnar efnisskrár fái áheyrendur í hendur nokkurs konar orðasalat með vísbendinum og að allt komi þetta í ljós áður en yfir lýkur. Lára og Dorthe hafa starfað saman í Danmörku en Dorthe er auk þess að spila á Orgelsumrinu búin að vera á ferð um Ísland með hljómsveit sinni til að leika glænýja dagskrá sem ber nafnið Nordic Stories.

Aðgöngumiðar eru seldir klukkustund fyrir tónleika í anddyri kirkjunnar og kosta kr. 2000.