Í nálægð jóla- orgeltónleikar með Láru Bryndísi Eggertsdóttur

DAGSKRÁ 37. STARFSÁRS 1. desember 2018 – 30. nóvember 2019
DAGSKRÁ 37. STARFSÁRS 1. desember 2018 – 30. nóvember 2019
29/11/2018
Schola Cantorum
Jólaljósin blika – Hádegistónleikar Schola Cantorum í Hallgrímskirkju
20/12/2018

Í nálægð jóla- orgeltónleikar með Láru Bryndísi Eggertsdóttur

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018

Jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju 2018.

JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU 2018Klais orgel Hallgrímskirkju var vígt 13. desember 1992 og hefur sú skemmtilega hefð skapast að halda jólatónleika með orgelinu kringum vígsluafmælisdag orgelsins.

Í ár er boðið upp á jólaorgeltónleika sunnudaginn 16. desember kl. 17 með Láru Bryndísi Eggertsdóttur, organista Hjallakirkju í Kópavogi, en hún er nýflutt aftur heim til Íslands eftir 10 ára dvöl í Danmörku við nám og störf.

Lára Bryndís gjörþekkir Klais orgelið eftir að hafa stundað þar nám og starfað sem afleysingaorganisti en hún útskrifaðist með hæstu einkunn, þegar hún lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 2002, þ.s. Hörður Áskelsson organisti kirkjunnar var kennari hennar. Hún lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum vorið 2014, þar sem aðalkennarar hennar voru Ulrik Spang-Hanssen og Lars Colding Wolf. Undanfarin ár hefur hún starfað sem organisti við Sønderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá barokksveitinni BaroqueAros í Árósum, en hóf störf sem organisti Hjallakirkju sl. haust.

Lára Bryndís leikur aðgengilega og hrífandi efnisskrá með verkum tengdum aðventu og jólum eftir J.S. Bach, Daquien, Brahms o.fl. og með annarra hátíðlegra og stemmningsfullra verka er umritun á hinum dáða og fallega jólakonsert eftir Corelli. Miðaverð er 3000 kr. og er miðasala við innganginn og á midi.is.
Afsláttur er fyrir öryrkja, aldraða, nemendur og félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju.