Útgáfutónleikar Schola cantorum, drottningararía og Bach-veisla í vikunni

Finlandia, Gotneska svítan og þjóðsöngurinn á Orgelsumri þessa vikuna
02/08/2016
Kári Allansson, organisti
Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju – 18. ágúst 2016 kl. 12
17/08/2016

Útgáfutónleikar Schola cantorum, drottningararía og Bach-veisla í vikunni

Níunda vika Alþjóðlega orgelsumarsins 2016 er nú hafin og framundan er alveg sérstaklega viðburðarík og spennandi vika með útgáfutónleikum, drottningararíum og Bach-veislu.

Ný plata Schola cantorum

Áhrifarík og íðilfögur kórverk er að finna á glænýrri plötu Schola cantorum, Meditatio, sem kemur út hjá sænska útgáfurisanum BIS miðvikudaginn 10. ágúst. Verkin eru öll frá 20. og 21. öldinni og tjá sára sorg og söknuð ástvinamissis en fela jafnframt í sér þá kraftmikla von og huggun sem tónlistin getur veitt. Kórinn fagnar útgáfu plötunnar með tónleikum í Hallgrímskirkju á þessum alþjóðlegum útgáfudegi klukkan 12. Sungin verða verk af 9070-2Meditatio og boðið upp á kaffi á eftir. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Meðal verkanna á plötunni má nefna  hið ójarðneska Lux aurumque eftir Eric Whitacre, Heyr þú oss himnum á eftir Önnu Þorvaldsdóttur, áhrifamikið í einfaldleika sínum en einnig hið tregafulla og ljúfa Requiem eftir Jón Leifs og að sjálfsögðu Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sálminn sem margir telja þann fegursta sem saminn hefur verið hér á landi.  Útkoma Meditatio hjá hinu virta, sænska útgáfufyriræki BIS tryggir alþjóðlega dreifingu plötunnar.

Miðasala er við innganginn frá kl. 11.00. Miðaverð er 2500 krónur. Hægt verður að festa kaup á plötunni á staðnum.

 

Drottningararía með dásamlegum mezzósópran

Sigríður ÓskSjálf drottningin af Saba hefur upp raust sína í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 11. ágúst, en þá verður mezzósópransöngkonan Sigríður Ósk Kristjándsdóttir gestur Alþjóðlegs orgelsumars. Sigríður Ósk heillaði áheyrendur upp úr skónum í fyrrasumar í hlutverki téðrar drottningar í óratóríunni Salómon eftir Händel á Kirkjulistahátíð undir stjórn Harðar Áskelssonar, en að þessu sinni verður hin
fagra drottningararía flutt við undirleik Harðar á Klais-orgel kirkjunnar.

Á efnisskránni eru einnig arían Buss und Reu úr Matteusarpassíu J.S. Bachs, sönglag eftir Jón Leifs og íslenskt þjóðlag ásamt tveimur sálmforleikjum eftir Bach. Þau Hörður og Sigríður Ósk uppskáru tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir samstarf sitt síðasta sumar svo það er sannarlega tilhlökkunarefni að þau skuli aftur halda tónleika saman í Hallgrímskirkju í ár.

Miðasala er við innganginn sama dag frá kl. 11.00. Miðaverð er 2000 krónur.

 

Bach-veisla um helgina

Sálmforleikir, fantasíur og konsertar eftir Johann Sebastian Bach munu óma um hvelfingar Hallgrímskirkju um komandi helgi, en gestur helgarinnar á Alþjóðlegu orgelsumri verður þýski organistinn og kórstjórinn Christoph Schoener. Hann mun einnig leika hina frægu d-moll tokkötu og fúgu, sem ávallt slær í gegn hjá áheyrendum. Christoph gegnir stöðu kantors við hina virtu Michaeliskirkju í Hamborg og hefur sérhæft sig í flutningi á tónlist Bachs.

Hamburg : Michel , St. Michaelis , Christoph Schoener , Orgel Foto : Michael Zapf Pressefotografie

Rómantísk, þýsk tónlist er einnig á efnisskrá Christophs, en hann mun krydda Bach-veisluna með verkum eftir Brahms, Reger og Schumann. Þá verður og á efnisskránni verk eftir svissneska tónskáldið og organistann Lionel Rogg, sem sjálfur er víðfrægur fyrir leik sinn á verkum Bachs.

 

Tónleikarnir eru laugardaginn 13. ágúst kl 12.00 (aðgangur 2000 kr) og sunnudaginn 14. ágúst kl. 17.00 (aðgangur 2500 kr). Miðasala hefst við innganginn klukkustundu fyrir tónleika, en einnig má nálgast miða á midi.is.