Ungstirnið Dexter Kennedy á tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju

Guðný Einarsdóttir
Guðný Einarsdóttir á hádegistónleikum fimmtudagsins
15/07/2015
Steingrímur Þórhallsson
Steingrímur Þórhallsson og Pamela de Sensi frumflytja nýtt verk eftir Steingrím
21/07/2015

Ungstirnið Dexter Kennedy á tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju

Dexter Kennedy

Bandaríkjamaðurinn Dexter Kennedy var aðeins 24 ára gamall þegar hann vann Grand Prix   d´Interpretation í 24. Alþjóðlegu orgelkeppninni í Chartres á síðasta ári og sýndi með því að hann er einn fremsti orgelleikari sinnar kynslóðar. Alþjóðlegt orgelsumar fagnar því að hann skuli taka þátt í tónleikaröð sumarsins enda hefur tímaritið The American Organist lofað hann fyrir „undraverða tækni og tilkomumikinn tónlistarstíl“.

Kennedy höfðar jafnt til tónlistarspekúlanta sem óvanari áheyrenda því flutningur hans er leiftrandi af óbeisluðum frumkrafti en stendur jafnframt traustum fótum á grunni tónlistarsögunnar. Á tónleikum helgarinnar í Hallgrímskirkju mun hann leika vel þekkt verk eftir J.S. Bach, Muffat, Langlais, Albright, Vierne, Smyth, Dupré og Boëly.

Fyrri tónleikarnir eru laugardaginn 18. júlí kl. 12 á hádegi og aðgangseyrir er 2000 kr. Síðari tónleikarnir eru sunnudaginn 19. júlí kl. 17 og er aðgangseyririnn 2500 kr.

Frítt er fyrir félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju.