Schubert ljóðakvöld í suðursal Hallgrímskirkju 15. febrúar kl. 20

Klais
Klais-MIDI tónleikar í Hallgrímskirkju
26/01/2017
Sýningaropnun - HILMA STÚDÍUR: SVANIR
HILMA STÚDÍUR: SVANIR- Sýningaropnun
25/02/2017

Schubert ljóðakvöld í suðursal Hallgrímskirkju 15. febrúar kl. 20

Schubert

Efnt verður til sérstakra Schubert ljóðatónleika í suðursal Hallgrímskirkju miðvikudaginn 15. febrúar nk. kl. 20 með hinum margverðlaunuðu Oddi A. Jónssyni, barítón og Somi Kim, píanista.  Á dagskránni eru ljóð Heine úr Schwanengesang, Gesänge des Harfners úr Wilhelm Meister eftir Goethe og valin Schubert ljóð. 

Lofa má einstakri upplifun á ljóðakvöldi í mikilli nálægð við afburða listamenn, en leikið er á hinn glæsilega Bösendorfer flygil, sem var gefinn Hallgrímskirkju sem minningargjöf. Oddur A. Jónsson er kærkominn gestur hjá Listvinafélagi Hallgrímskirkju, en skemmst er að minnast frábærrar frammistöðu hans á 30 ára vígsluafmælistónleikum Hallgrímskirkju í lok október sl. Hann mun einnig syngja bassahlutverkið í H-moll messunni eftir J.S. Bach á 35 ára afmælistónleikum Mótettukórsins ásamt Alþjóðlegu barokksveitinni 10. og 11. júní nk. Oddur var áður félagi í Mótettukór Hallgrimskirkju og í Schola cantorum.

Oddur Jónsson hefur hlotið fjölda viðurkenninga í alþjóðlegum ljóðakeppnum. Hann fékk Schubertverðlaunin og verðlaun sem besti ljóða- og óratóríu flytjandinn í Francesc Viñas keppninnni í Barcelona. Hann sigraði Brahms-keppnina í Pörtschach í Austurríki og hlaut þriðju verðlaun í Schubert keppninni í Dortmund, Þýskalandi. 

Somi Kim frá S- Kóreu, sem alin er upp á Nýja – Sjálandi og býr nú og starfar í London hefur hlotað fjölmörg verðlaun, t.d. The Gerald Moore Award for Accompanists, AESS Patricia Routledge National English Song Accompanist Prize, Bromgrove International Musicians Competition Accompanist Prize, Vivian Langrish Memorial Trust Prize og Thomas Art of Song Accompanist Prize. 

Miðaverð 4.500 kr./  listvinir 3.000 kr. 

Miðasala í Hallgrímskirkju s. 510 1000 opið 9-17 alla daga og á midi.is.

Kaffihressing í hléi.

ATHUGIÐ TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ

—————

EFNISSKRÁ:

SCHUBERT LJÓÐASÖNGVAR 

ODDUR JÓNSSON, barítón 

SOMI KIM, píanisti  

Der Wanderer D. 493 (von Lübeck) 

Der Wanderer D. 649 (Schlegel) 

Wanderers Nachtlied D. 768 (Goethe) 

Wanderers Nachtlied D. 224 (Goethe) 

Ganymed D. 544 (Goethe) 

Auf der Bruck D.853 (Schulze) 

Im Frühling D. 882 (Schulze) 

Gruppe aus dem Tartarus D. 583 (Schiller) 

Totengräbers Heimweh D. 842 (Craigher) 

Hlé 

Gesänge des Harfners – Aus:

“Wilhelm Meister” von Goethe:  

Wer sich der Einsamkeit ergibt D. 478 

Wer nie sein Brot mit Tränen aß D. 480 

An die Türen will ich schleichen D. 479 

Aus Schwanengesang D. 957 (Heine)

Das Fischermädchen 

Am Meer 

Die Stadt 

Der Doppelgänger 

Ihr Bild 

Der Atlas