Kitty Kovacs organisti Landakirkju í Vestmannaeyjum leikur verk eftir Johann Sebastian Bach, Astor Piazzolla og Pierre Cochereau

Schola cantorum
Hádegistónleikar Schola cantorum kl. 12 miðvikudaginn 14. ágúst í Hallgrímskirkju
12/08/2019
Johannes Geffert, konsertorganisti frá Bonn í Þýskalandi
12/08/2019

Kitty Kovacs organisti Landakirkju í Vestmannaeyjum leikur verk eftir Johann Sebastian Bach, Astor Piazzolla og Pierre Cochereau

Kitty Kovács

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 2019

Fimmtudagur 15. ágúst kl. 12.00 – 12.30

Kitty Kovacs organisti Landakirkju í Vestmannaeyjum leikur verk eftir Johann Sebastian Bach, Astor Piazzolla og Pierre Cochereau.

Miðaverð 2500 kr

Kitty Kovács er fædd í Győr í Ungverjalandi árið 1980 og útskrifaðist árið 2003 frá tónlistardeild Széchenyi István háskólans þar í borg með diplómu í píanó- og kammertónlist. Eftir útskriftina starfaði hún sem undirleikari í Győr og lagði síðan stund á undirleikaranám við Ferenc Liszt Akademíuna í Budapest. Á námsárum sínum vann hún í píanókeppnum, m.a. árið 1997 í Salt Lake City og árið 2000 varð hún í 3. sæti í Chopin keppninni. Kitty kom til Íslands árið 2006 og hefur starfað sem píanókennari og organisti. Frá árinu 2011 hefur hún verið kirkjuorganisti við Landakirkju í Vestmannaeyjum og kennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Frá árinu 2012 hefur Kitty stundað orgelnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar og vorið 2017 lauk hún kantorsnámi þaðan. Ári síðar lauk hún þaðan námi í einleiksáfanga. 

Efnisskrá:

Fimmtudagur 15. ágúst kl. 12.00

Johann Sebastian Bach 1685-1750
Preludia and Fugue in B minor BWV 544 

Astor Piazzolla 1921-1992 
Libertango 

Pierre Cochereau 1924-1984 
Scherzo symphonique