Lúthersdagar í Hallgrímskirkju – Kantötuguðsþjónusta 29. október 2017 kl. 17.00

Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk
Lúthersdagar í Hallgrímskirkju 26.- 31.október
27/10/2017
Schola Cantorum
Gemstones of a capella choral music with SCHOLA CANTORUM on All Saints Day in Hallgrimskirkja – Sunday November 5th 2017 at 5 pm
02/11/2017

Lúthersdagar í Hallgrímskirkju – Kantötuguðsþjónusta 29. október 2017 kl. 17.00

Kantötuguðsþjónusta

Sunnudaginn 29. október n.k. verður haldin kantötuguðsþjónusta á “Lúthersdögum” í Hallgrímskirkju, þar sem stór hópur söngvara og hljóðfæraleikara flytur kantötutónlist við sálma Marteins Lúthers. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédikar og prestar Hallgrímskirkju, dr. Sigurður Árni Þórðarson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjóna fyrir altari.
Í guðsþjónustunni verður flutt “Lútherskantatan” Christ unser Herr zum Jordan kam BWV 7, sem byggir á samnefndum sálmi eftir Lúther. Kantatan er samin fyrir þrjá einsöngvara, kór og hljómsveit, sem skipuð er strengjum, tveimur óbóum, fagotti og orgeli. Auk þessarar kantötu verða fluttir inngangskór og sálmur úr kantötunni Aus tiefer Not ruf ich zu dir BWV 38, Kyrie úr Messu í F-dúr og nokkrar útsetningar Bachs af sálmalögum.

Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Kammersveit Hallgrímskirkju, konsertmeistari Una Sveinbjarnardóttir Auður Guðjohnsen alt, Benedikt Kristjánsson tenór, Oddur A. Jónsson bassi.
Stjórnandi Hörður Áskelsson
Organisti Björn Steinar Sólbergsson.