Eyþór Franzson Wechner leikur á opnunartónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju um helgina

Alþjóðlegt orgelsumar 2017
Alþjóðlegt Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2018 – 16. júní – 19. ágúst
07/06/2018
Schola Cantorum
Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju, vika 2 (20.- 24. júní 2018)
20/06/2018

Eyþór Franzson Wechner leikur á opnunartónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju um helgina

Eyþór Franzson Wechner

Íslenski organistinn Eyþór Franzson Wechner leikur á opnunarhelgi Alþjóðlegs orgelsumars 2018 laugardaginn 16. júní kl. 12 og 17. júní kl. 17.

Eyþór býður upp á mjög metnaðarfullar og glæsilegar efnisskrár á tónleikum sínum en hann er í hóp i fjölmargra heimsfrægra gestaorganista sem sækja Hallgrímskirkju heim á þessu sumri. Kirkjan verður fagurlega skreytt í tilefni af þjóðhátíðardeginum og mikil stemmning ríkir ávallt á þessum vel sóttu sumartónleikum sem nú eru haldnir 26. árið í röð.

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur að baki þessari tónleikaröð, sjá nánar listvinafelag.is.

Tónleikastjóri sumarsins er Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld, en listrænn stjórnandi er Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju.

Eyþór Franzson Wechner hóf píanónám 7 ára gamall í fæðingarbæ sínum Akranesi, en skipti 14 ára yfir á orgel, í fyrstu undir leiðsögn Úlriks Ólasonar en síðar hjá Birni Steinari Sólbergssyni við Tónskóla þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands. Eftir tvö ár í Listaháskólanum hélt hann til Þýskalands. Eyþór lauk A-gráðu og MA-gráðu í orgelleik árin 2012 og 2014 við „Hochschule für Musik und Theater Leipzig“. Aðalkennari hans í Leipzig var Próf. Stefan Engels. Meðfram náminu sótti hann meistaranámskeið hjá ýmsum nafnkunnum organistum. Eyþór hefur komið fram á einleikstónleikum á Íslandi, Þýskalandi og í Ástralíu. Hann er nú organisti við Blönduóskirkju.

Eyþór leikur m.a. orgelverk eftir Alain, Buxtehude, Bach & Mozart.

Efnisskrár Eyþórs:

16. júní kl. 12.00: Eyþór Franzson Wechner

Jehan Alain 1911‒1940 Litanies

Dietrich Buxtehude 1637‒1707 Canzona í G-dúr BuxWV 171

Johann Sebastian Bach 1685‒1750 Tríósónata nr. 4 í e-moll, BWV 528

Wolfgang Amadeus Mozart 1756‒1791 Andante í F-dúr K 616

17. júní kl. 17.00: Eyþór Franzson Wechner

Wolfgang Amadeus Mozart 1756‒1791 Fantasía í f-moll K608
Allegro-Andante-Allegro

Dietrich Buxtehude 1637‒1707 Passacaglia í d-moll BuxWV 161

Sigfrid Karg-Elert 1877‒1933 O du Liebe meiner Liebe
Choral-improvisation op 65, nr. 60

Johann Sebastian Bach 1685‒1750 Prelúdía og fúga í Es-dúr, BWV 552

Camille Saint-Saëns 1835-1921 Prelúdía í H-dúr op. 99, nr. 2

Gioacchino Rossini 1792‒1886 Forleikur að / Overture to William Tell
Umr. / Trans: Edwin H Lemare 1866‒1934